AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 26 JAN 2024
Published on 26 JAN 2024
|
|
|
|
Fyrirflugsskoðanir / Pre-Flight Inspections
|
|
Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa
|
|
|
Það er á ábyrgð flugmannsins að vera viss um að flugvél sem skal flogið sé lofthæf. Það er gert með fyrirflugsskoðun. Lykillinn að góðri fyrirflugsskoðun er að skilja hvað er verið að athuga og af hverju það er athugað. Flugmenn verða að vita hvað er venjulegt og hvað er óvenjulegt.
Ófullnægjandi fyrirflugsskoðanir stafa annaðhvort af ófullnægjandi þjálfun eða andvaraleysi. Eftir einhvern tíma falla sumir flugmenn í þá gryfju að álíta fyrirflugsskoðun sem tímasóun. Þessi skoðun myndi líklegast breytast ef þeir upplifa vandamál í flugi sem hefði verið hægt að uppgötva á jörðu niðri. Það er einmitt tilgangurinn með fyrirflugsskoðunum – að skilja möguleg vandamál eftir á jörðinni.
Reglulega verða slys í flugi sem hefði mátt koma í veg fyrir með vandlegri fyrirflugsskoðun. Því vill Samgöngustofa koma eftirfarandi tilmælum og upplýsingum til flugmanna.
|
|
Í handbókum flugvéla er að finna gátlista sem er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar. Þegar fyrirflugsskoðun er framkvæmd er gott að hafa gátlista meðferðis, eða renna yfir hann eftir skoðun til að vera viss um að engu sé sleppt.
|
|
Mikilvægt er að taka sér nægan tíma til að framkvæma fyrirflugsskoðun. Að flýta sér getur orðið til þess að mikilvæg atriði gleymist. Sama gildir um hverskonar truflun. Eins og með margt annað í flugi þá er alltaf best að gera hlutina alltaf eins í sömu röð til að minnka líkurnar á að eitthvað gleymist. Ef flugmaður verður fyrir truflun í miðri fyrirflugsskoðun eru líkur á því að skoðunin verði ekki byrjuð aftur á sama atriði eða jafnvel ekki kláruð.
|
|
|
|
Stýrislæsingar eru notaðar í flugvélum til að koma í veg fyrir skemmdir á stýrisflötum og tengingum þegar flugvél stendur í vindasömu veðri. Stýrislæsingar geta annað hvort verið innanborðs, læsing sem fer á stýri flugvélar og kemur í veg fyrir að stjórnfletir geti hreyfst; eða utanborðs, læsing sem er fest á stjórnfletina sjálfa. Ekki er mælt með því að nota sætisbelti flugvéla sem stýrislása en ef ekki er komist hjá því er mikilvægt að það sé gert á viðeigandi hátt og flugmenn séu meðvitaðir um það.
Hvort sem stýrislæsingin er innanborðs eða utan á flugvélinni, þá skal í öllum tilfellum vera áberandi litað flagg eða merki sem bendir til þess að læsingin sé til staðar og verði að vera fjarlægð fyrir flug. Í flestum gátlistum er það eitt af fyrstu atriðum fyrirflugsskoðunar að fjarlægja stýrislæsingar.
|
|
|
|
Síðast en ekki síst er mikilvægt að athuga hvort stýri flugvélar hreyfist rétt fyrir hvert flugtak. Hreyfa skal stýri og fótstig til fullnustu og fylgjast með hvort stýrisfletir hreyfist rétt miðað við stýri áður en tekið er á loft.
|
|
Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
|
Samgöngustofa
Ármúla 2
108 Reykjavík, Ísland
|
|
|
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
AIC A08/2023, AIC A10/2023, AIC A13/2023
AIC B003/2019
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|